Færsluflokkur: Bloggar

Stéttastríðið á Íslandi


Hlutdeild ríkustu 1% íslendinganna í þjóðartekjum fór úr ca 3% 1992 í ca 20% 2007.

 Síðast þegar við hjónin vorum á Íslandi veltum við því fyrir okkur hvers vegna við sæjum nánast bara lúxusjeppa og gamla litla bíla á götunum. Enga nýlega, meðalstóra fjölskyldufólksbíla. 

 Kannski er skýringin á grafinu hér til vinstri. Það kemur úr uppkasti að ritgerð eftir Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson. 

Þar kemur fram að á tímabilinu frá 1992 til 2007 stækkaði sneið ríkasta 1% af þjóðarkökunni úr ca. 3% í ca. 20%. 

Með öðrum orðum hafði ríkasta 1% þjóðarinnar þrefaldar meðaltekjur svotil allan tíunda áratuginnm, en tuttugufaldar meðaltekjur árið 2007.  

Myndin sýnir líka að það var fyrst og fremst ríkasta 1% sem upplifði þessa rosalegu tekjuaukningu.  Hlutdeild þeirra sem voru í topp 2-4% í tekjudreifingunni var nokkurnveginn stöðug allt tímabilið (Þeir voru með ca. 2,5x meðaltekjur allt tímabilið.) Sama gildir þá sem voru í topp 5-10% í tekjudreifingunni.

istekjuaukn9208deciles.gif

 Þess vegna er enn svakalegra að tekjuaukning topp 10% þjóðarinnar var meira en fjórföld - í prósentum - tekjuaukning tekjulægstu 20% þjóðarinnar.

Hagvöxtur bóluhagkerfisins endaði semsagt í aldeilis ótrúlegum mæli í vösum 1% þjóðarinnar. En þar að auki jukust tekjur tekjuhæsta hluta millistéttarinnar mun hraðar en tekjur hinna tekjuminni. 

Ætli það sé þetta sem menn eiga við þegar þeir segja 'Stétt með stétt'?

Þessi þróun er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að framleiðni jókst ekkert sérstaklega mikið á Íslandi á þessu tímabili. Þvert á móti - við drógumst aftur úr í OECD. Brauðmolakenning frjálshyggjunnar gengur annars út á að það sé gott að hinir ríku verði enn ríkari, því þá geti hinir orðið feitir á því sem hrýtur af borðum hinna ríku. En á Íslandi frjálshyggjunnar var ekki um neitt slíkt að ræða. Þeir ríku urðu bara ríkari á kostnað allra hinna. 

 


Superfreakonomics

Fyrir áhugafólk um 'loftslagsmál' og/eða "sniðuga" hagfræði má benda á þennan ritdóm, þar sem m.a. er fjallað um hugmyndir um geoengineering.

Um kosningarnar í Íran

Fyrir tölfræðinirði, af defaultrisk.com.

Þrjár skýrslur um kosninganiðurstöðurnar, ásamt grunngögnum. Ég copy-peista þetta skammarlaus:

 

Data Sources: all of which were downloaded on 1-Jul-2009:

 

نتايج آرا به تفكيك استان و شهرستان.xls (original name)
Results_of_vote_separated_by_city_and_province.xls (renamed for ZIP file compatibility)
Was downloaded from:
http://www.moi.ir/Portal/File/ShowFile.aspx?ID=0793459f-18c3-4077-81ef-b6ead48a5065.

 

ostan.xls
Was downloaded from:
http://www.moi.ir/ostan.xls.

 

ran20052.txt
Was downloaded from:
http://psephos.adam-carr.net/countries/i/iran/iran20052.txt

Other potential sources of data:

 

http://moi.ir/Portal/Home/ShowPage.aspx?Object=News&ID=3a120d23-ac85-4ce8-9312-74f62edc27e4&LayoutID=b05ef124-0db1-4d33-b0b6-90f50139044b&CategoryID=832a711b-95fe-4505-8aa3-38f5e17309c9

 

http://www.shora-gc.ir/portal/siteold/amar/reyast%20jomhoriy/entekhabat%209/

 

http://www.idea.int/vt/country_view.cfm?CountryCode=IR

 

http://www.sci.org.ir/content/userfiles/_sci_en/sci_en/sel/year85/f2/

 

 

Locations of Research Papers:

 

Preliminary Analysis of the Voting Figures in Iran's 2009 Presidential Election

 

Benford's Law anomalies in the 2009 Iranian presidential election

 

Note on the presidential election in Iran, June 2009

 

 

 

 


Meira um sekt

Til er skýrsla eftir hollenska lagaprófessora – Adrienne deMoor-VanVogt og Edgar dePerron – til neðri deildar hollenska þingsins um Icesave-málið. Í þessari skýrslu er sýnt fram á, að hollensk yfirvöld lögðu hart að íslenskum stjórnvöldum að færa Icesave-reikningana inn í hollenska lögsögu og undir fullkomna bótaskyldu hollenskra yfirvalda, áður en verra hlytist af. Hollensk yfirvöld voru m.ö.o. fús til að taka ábyrgðina yfir á sig og þar með að forða áhættu af áhlaupi á banka, sem gæti hlotist af vantrausti á getu íslenskra stjórnvalda (seðlabanka og ríkisstjórnar) til að standa við margítrekaðar yfirlýsingar um ábyrgð þeirra á innistæðutryggingum íslenskra banka.

Hverjir komu í veg fyrir þetta? Landsbanki Íslands með fulltingi íslenskra stjórnvalda. Sama máli gegnir um breska fjármálaeftirlitið. Það bauðst ítrekað til að taka ábyrgðina af íslenska Landsbankaævintýrinu yfir á sig. Landsbankinn neitaði, af því að forsprakkarnir vissu að þar með yrðu þeir settir undir hart eftirlit og gætu þ.a.l. ekki misnotað aðstöðuna í þágu eigenda Landsbankans og eignarhaldsfélaga þeirra. Hversu oft ætla þeir sem bera alla ábyrgð á óförum íslensku þjóðarinnar í þessu máli – þeir hinir sömu og gátu komið í veg ódæðið – að endurtaka ásakanir sínar um, að þetta sé allt Bretum og Hollendingum að kenna?

 

 Segir Jón Baldvin á jbh.is. Íslensk stjórnvöld héldu því ítrekað fram í bréfum og símtölum til Breskra og Hollenskra stjórnvalda, og í viðtölum við erlenda fjölmiðla, að íslenska ríkið gæti sjálft borið ábyrgð á þessum reikningum. Svo furða menn sig á því að samningamenn þessarra landa hafi sýnt hörku í viðræðunum um Icesave lánið. 

 

 


Kosningasvindl

Samkvæmt þessu var kosningaþátttaka í vissum héröðum Írans vel yfir 100%, og stórsigur Ahmadinejeads meðal annars byggður á gríðarlegum vinsældum meðal kjósenda sem venjulega styðja 'frjálslynda' frambjóðendur.

 


Vídeóupptökur úr mótmælum

Þetta er sagt vera úr mótmælunum (mjög átakanlegar myndir, ekki fyrir viðkvæma):

http://iran.whyweprotest.net/videos/

Ef rétt er, þá er notað fleira en vatnsbyssur, kylfur og táragas. 


mbl.is Óeirðir á götum í Teheran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Velþóknun

 Ég held áfram að gera orð annarra að mínum, nú Lára Hanna Einarsdóttir:

Icesave-samningurinn er ekki flokkspólitískt mál heldur þverpólitískt eða ópólitískt. Hann er harmleikur þjóðar, afleiðing taumlausrar græðgi nokkurra siðlausra manna og meðvirkra meðreiðarsveina sem kunnu sér ekkert hóf. Og spilltra, vanhæfra og sinnulausra stjórnmála- og embættismanna. Það er fáránlegt að einhverjir flokkar, einkum þeir sem eru í raun arkitektar hrunsins, eigni sér andstöðu við samninginn.

 


Öll réttindi áskilin

Ein spritzneues blog für mich! Minnir á mín yngri ár, þá ég sló upp heimasíðum með jöfnu millibili og skrifaði þar mestmegnis bull og vitleysu sem ég hef séð eftir í amk. áratug. Og þó ekki, því svona var maður nú vitlaus. Megi þessi síða hljóta sömu örlög.

 

Hér stendur neðst að þetta blogg sé verndað af höfundarrétti og öll réttindi séu áskilin. Það eru ekki mín orð. Ef þetta er verndað af einhverju þá er það einhvers konar Creative Commons dæmi. Ekki að ég búist svosem við að hér komi neitt sem er þess virði að afsala sér réttindum að, en flest gott á netinu er opið og frjálst, svo þetta blogg verður það líka. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband