Stéttastríðið á Íslandi


Hlutdeild ríkustu 1% íslendinganna í þjóðartekjum fór úr ca 3% 1992 í ca 20% 2007.

 Síðast þegar við hjónin vorum á Íslandi veltum við því fyrir okkur hvers vegna við sæjum nánast bara lúxusjeppa og gamla litla bíla á götunum. Enga nýlega, meðalstóra fjölskyldufólksbíla. 

 Kannski er skýringin á grafinu hér til vinstri. Það kemur úr uppkasti að ritgerð eftir Stefán Ólafsson og Arnald Sölva Kristjánsson. 

Þar kemur fram að á tímabilinu frá 1992 til 2007 stækkaði sneið ríkasta 1% af þjóðarkökunni úr ca. 3% í ca. 20%. 

Með öðrum orðum hafði ríkasta 1% þjóðarinnar þrefaldar meðaltekjur svotil allan tíunda áratuginnm, en tuttugufaldar meðaltekjur árið 2007.  

Myndin sýnir líka að það var fyrst og fremst ríkasta 1% sem upplifði þessa rosalegu tekjuaukningu.  Hlutdeild þeirra sem voru í topp 2-4% í tekjudreifingunni var nokkurnveginn stöðug allt tímabilið (Þeir voru með ca. 2,5x meðaltekjur allt tímabilið.) Sama gildir þá sem voru í topp 5-10% í tekjudreifingunni.

istekjuaukn9208deciles.gif

 Þess vegna er enn svakalegra að tekjuaukning topp 10% þjóðarinnar var meira en fjórföld - í prósentum - tekjuaukning tekjulægstu 20% þjóðarinnar.

Hagvöxtur bóluhagkerfisins endaði semsagt í aldeilis ótrúlegum mæli í vösum 1% þjóðarinnar. En þar að auki jukust tekjur tekjuhæsta hluta millistéttarinnar mun hraðar en tekjur hinna tekjuminni. 

Ætli það sé þetta sem menn eiga við þegar þeir segja 'Stétt með stétt'?

Þessi þróun er sérstaklega áhugaverð í ljósi þess að framleiðni jókst ekkert sérstaklega mikið á Íslandi á þessu tímabili. Þvert á móti - við drógumst aftur úr í OECD. Brauðmolakenning frjálshyggjunnar gengur annars út á að það sé gott að hinir ríku verði enn ríkari, því þá geti hinir orðið feitir á því sem hrýtur af borðum hinna ríku. En á Íslandi frjálshyggjunnar var ekki um neitt slíkt að ræða. Þeir ríku urðu bara ríkari á kostnað allra hinna. 

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hugsanlega má keyra þetta tvennt saman:

http://www.this.is/haukurmar/?p=1189

HMH (IP-tala skráð) 3.7.2010 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband