Meira um sekt

Til er skýrsla eftir hollenska lagaprófessora – Adrienne deMoor-VanVogt og Edgar dePerron – til neðri deildar hollenska þingsins um Icesave-málið. Í þessari skýrslu er sýnt fram á, að hollensk yfirvöld lögðu hart að íslenskum stjórnvöldum að færa Icesave-reikningana inn í hollenska lögsögu og undir fullkomna bótaskyldu hollenskra yfirvalda, áður en verra hlytist af. Hollensk yfirvöld voru m.ö.o. fús til að taka ábyrgðina yfir á sig og þar með að forða áhættu af áhlaupi á banka, sem gæti hlotist af vantrausti á getu íslenskra stjórnvalda (seðlabanka og ríkisstjórnar) til að standa við margítrekaðar yfirlýsingar um ábyrgð þeirra á innistæðutryggingum íslenskra banka.

Hverjir komu í veg fyrir þetta? Landsbanki Íslands með fulltingi íslenskra stjórnvalda. Sama máli gegnir um breska fjármálaeftirlitið. Það bauðst ítrekað til að taka ábyrgðina af íslenska Landsbankaævintýrinu yfir á sig. Landsbankinn neitaði, af því að forsprakkarnir vissu að þar með yrðu þeir settir undir hart eftirlit og gætu þ.a.l. ekki misnotað aðstöðuna í þágu eigenda Landsbankans og eignarhaldsfélaga þeirra. Hversu oft ætla þeir sem bera alla ábyrgð á óförum íslensku þjóðarinnar í þessu máli – þeir hinir sömu og gátu komið í veg ódæðið – að endurtaka ásakanir sínar um, að þetta sé allt Bretum og Hollendingum að kenna?

 

 Segir Jón Baldvin á jbh.is. Íslensk stjórnvöld héldu því ítrekað fram í bréfum og símtölum til Breskra og Hollenskra stjórnvalda, og í viðtölum við erlenda fjölmiðla, að íslenska ríkið gæti sjálft borið ábyrgð á þessum reikningum. Svo furða menn sig á því að samningamenn þessarra landa hafi sýnt hörku í viðræðunum um Icesave lánið. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband