Persónuleg ábyrgð

Það kom mér nokkuð á óvart að Björgólfarnir tveir skuli hafa verið sagðir í persónulegum ábyrgðum fyrir þessu broti af skuldum Samson. Það þýðir að ef eðlilega er haldið á málum, þá eru allar óveðsettar eignir þeirra nú og í framtíðinni til tryggingar skuldinni. Og að hún hlýtur að fást greidd að fullu (með kostnaði og vöxtum) nema þeir fari báðir í persónulegt gjaldþrot og eignist aldrei neitt framar. Ég hélt að skuldir þeirra myndu hverfa með kennitölunum og skúffufyrirtækjunum. Það að þeir, sem tákngerfingar sjálftökusamfélagsins, hafi skrifað undir persónulegar ábyrgðir fyrir einhverju vekur vonir um að aðrir hafi hugsanlega verið látnir gera það líka. Að ekki hafi allt verið eins rotið og maður hélt.

 

Ég gæti vel ímyndað mér að Kaupþing muni í framtíðinni neita að upplýsa um það hvort þeim hafi verið gefnar upp skuldir. En enginn sómasamur fjölmiðlamaður mun með góðri samvisku geta haft við neinn þessarra manna fleiri viðtöl eða af þeim frásagnir án þess að biðja fyrst (og síendurtekið) um að sjá kvittun fyrir þessum 6 milljörðum. Við getum ekki, sem samfélag með sjálfsvirðingu, samþykkt að deila samfélagi með þessum mönnum ef þeim verða gefnar eftir skuldir. Í álag á allt það fé sem þeir hafa flett okkur. Ekki að það séu 6 milljarðar, og svo sé allt í lagi. En eftir að fréttir bárust af því að þeim hafi dottið í hug að biðja um niðurfellingu skulda, þá eru þessir 6 milljarðar aðgöngumiðinn að anddyri samfélagsins.  

 

Eitt er, að þeir skuli með velþóknun stjórnvalda og eftirlitsaðila, ef ekki stórs hluta almennings, hafa auðgast stórkostlega við það að féfletta ríkissjóð og stefna almenningi í yfirgengilegar skuldir. Það var siðlaust, og vonandi lögbrot. En að halda áfram, hálfu ári eftir hrun, með fulltingi þeirra sem eiga að hafa verið settir til að moka flórinn eftir Björgólfana og félaga þeirra, það væri einhvern veginn meira. Jafnvel þó þessi upphæð sé smápeningar miðað við hitt sem þeir skulda okkur. 


mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband