80 ára þagnarbindindi um launin mín

Egill Helgason birtir bréf manns um lögin varðandi gögn sannleiksnefndarinnar. Bréfið virðist byggja á þeim skilningi sem kemur fram í ótrúlega slakri frétt Stöðvar tvö um lagafrumvarpið.

Þessi lög fjalla um tvennt:

Í fyrsta lagi að rannsóknanefndin megi birta hvaða upplýsingar sem er í skýrslunni, þó það brjóti trúnað, bankaleynd og persónuverndarákvæði, og að það sé ekki hægt að kæra starfsfólk nefndarinnar fyrir þetta.

 

Í öðru lagi, að þeir gríðarlegu gagnagrunnar sem rannsóknarnefndin hefur verði gerðir aðgengilegir fyrir rannsóknir annarra aðila á hruninu. Þjóðskjalasafn Íslands geymi þessa gagnagrunna, og að hægt verði að fá aðgengi að þeim til rannsókna á hruninu.

 

Í þessum gagnagrunnum eru svo til allar fjárhagsupplýsingar um svo til alla Íslendinga, ekki bara þá sem komu að hruninu. Væntanlega stendur þarna til dæmis hvort og hversu mikið Egill Helgason hefur millifært á konuna sína á árinu 2007 og hvað Höskuldur Kári Schram hefur í laun. Auðvitað verður svona gagnagrunnur að vera þannig að ekki sé hægt að fletta upp á einstökum aðilum. Það er bara lógík fyrir búrhænur.

 

Þetta eru ekki lög um að ritskoða skýrsluna.

Þetta eru ekki lög um að skýrslan verði ekki birt.

Það stendur ekki orð í þessum lögum um niðurstöður nefndarinnar, annað en að ekki sé hægt að kæra starfsfólkið fyrir að birta þær.

 

Þetta er semsagt aðgerð til þess að tryggja að starfsfólk nefndarinnar geti birt niðurstöðurnar án þess að óttast hefndaraðgerðir, og til þess að auka aðgengi fræðimanna að því að gera rannsóknir á gagnagrunninum.

 

Samt trompast hópur manna, með Egil Helgason í fararbroddi, og þeir verstu tala eins og það sé verið að fremja glæpi gegn mannkyninu.

Og svo er talað um "spunamaskínu Samfylkingarinnar". Þetta mál er ætti að vera hreinræktaður winner fyrir hvaða almannatengil sem er. Það er þessum svokölluðu "spunameisturum" til ævarandi skammar að svona rugl umræða geti hafa komið upp um þetta mál.

Hvernig getur það verið að það fyrsta sem almenningur heyrir af þessu máli sé frétt á Stöð 2, þar sem kemur ekki einusinni fram til hvers þetta sé gert eða hvaða upplýsingar séu í gagnagrunninum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband