Undanþágusamfélagið

Svar til Viðars á this.is/nei um þetta efni:

Breska og Hollenska ríkið eru búin að ábyrgjast of fjár úr þessu bankaráni. Þeim ber engin skylda til þess, því síður til þess að ábyrgjast meira, hvorki siðferðileg eða lagaleg. Það voru hvorki Bretar né Hollendingar sem leyfðu þennan þjófnað, fögnuðu honum, mærðu og ábyrgðust. Það voru lýðræðislega kjörin stjórnvöld á Íslandi, með velþóknun og velvilja alls almennings.

Íslendingar líta á sig sem þjóð, fullvalda ríki, jafningja annarra ríkja, sem vill sitja með við borðið í alþjóðasamfélaginu. Allavega þegar á að panta og borða, en þegar kemur að því að greiða reikninginn þá eiga allir hinir að skipta honum með sér. Eitt ríkasta land í heimi - við erum ennþá í þeim hópi - heimtar sífelldar undanþágur og ölmusur: hvort sem það heitir Kyotobókun eða Icesave, alltaf þykjumst við vera svo spes, hafa svo mikla “sérstöðu”, eins og okkar kolefni mengi minna, og okkar ábyrgðir og skuldbindingar þýði ekki neitt.

‘Útrásarvíkingarnir’ fóru ránsferð um Bretland og Norður Evrópu á okkar vegum, með okkar leyfi og velþóknun. Það getur verið að við tveir höfum ekki haft á þeim sérstaka velþóknun, en þannig er fulltrúalýðræðið: fulltrúarnir skuldbinda alla hina. Það dugar ekki að kenna öllum hinum um: “regluverk ESB var gallað”, “hryðjuverkalögin skemmdu svo fyrir okkur”.

Nú virðumst við þurfa að sætta okkur við að þetta gangi ekki lengur.

Spurt er um afleiðingar þess að borga ekki. Ég þekki þær ekki, það þekkir þær væntanlega enginn. En af hverju var hryðjuverkalögunum beitt? Breska ríkisstjórnin hefur þessa skýringu, í þýðingu moggans:

„Í tengslum við útibú Landsbankans í Bretlandi, þrátt fyrir yfirlýsingar íslensku ríkisstjórnarinnar um að hún myndi uppfylla skyldur sínar (samkvæmt innistæðutryggingarkerfi framkvæmdanefndar Evrópusambandsins) gagnvart innistæðueigendum í því útibúi, þá tókst bresku ríkisstjórninni ekki að fá skýr svör um hvernig Ísland ætlaði að gera það framkvæmanlegt… Bresk stjórnvöld gripu til þessara aðgerða í ljósi þessara áhyggna,”

Bresku ríkisstjórninni tókst ekki að fá “skýr svör” um það hvernig sú íslenska hyggðist borga Icesave-skuldirnar, og færði þá Ísland allt á lista yfir hryðjuverkamenn. Það hefur væntanlega enginn séð það fyrir að þessi skortur á “skýrum svörum” myndi hafa þær afleiðingar, svo það er víst borin von að hægt sé að geta sér til um hvaða afleiðingar skýrt svar um að við neitum að borga myndi hafa.


mbl.is Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Vel orðað Halldór....

Reyndar réttlætir þetta ekki misbeitingu hryðjuverkalaganna sem þó eru þannig útbúin að þau verða og eru reglulega misnotuð.

En eitthvað urðu tjallarnir að gera, vitandi af okkar "spes" mennsku og með þessi undarlegu svör Geira og Árna þá urðu þeir að bregðast við í þágu þegna sinna þegar við vörðum okkar heimavöll og gáfum skít í "kúnnana" erlendis.

Já þetta er ekki auðveld staða í dag en ég fyrir mitt leyti sé ekki aðra leið en að borga þennan ósóma eftir landa okkar, sem einmitt var varinn, samþykktur og keyrður áfram af okkar þjóðkjörnu leiðtogum. Valkosturinn hugnast mér ekki með tilheyrandi einangrun og hruni markaða fyrir afurðir okkar.

Einhver Ágúst, 20.6.2009 kl. 12:59

2 identicon

Mikið var að maður fann blogg hjá einhverjum sem er búinn að átta sig á staðreyndunum!

Gott inlegg og vekur vonandi sem flesta til umhugsunar.

HA (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 13:51

3 Smámynd: Ellert Júlíusson

Þið getið þá bara búið hérna á "undanþágu" þegar allir aðrir eru farnir.

Góðar stundir.

Ellert Júlíusson, 20.6.2009 kl. 13:55

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Ellert rosa reiður við okkur, við erum greinilega vondu kallarnir, en já ég mun væntanlega búa hér áfram, kannski fer bara fíflunum að fækka í kringum mig.

Einhver Ágúst, 20.6.2009 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband